
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Sérkennslustjóri á 5 ára deild Sjálandsskóla óskast
Einkunnarorð skólans eru: hraust sál í heilbrigðum líkama.
Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf með útinámi, vettvangsferðum, hreyfingu í íþróttasal tvisvar í viku, sundkennslu og yoga. Einnig leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti, uppbyggilega orðræðu og gagnkvæma virðingu. Við viljum útskrifa börn sem geta sett öðrum og sjálfum sér mörk og sýni sjálfum sér og öðrum samkennd.
Markmið okkar er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum sem hafa mikinn metnað fyrir starfi sínu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
- Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
- Sinni einstaka börnum og barnahópum með íhlutun
- Veitir foreldrum/forráðamönnum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf
- Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Garðabæjar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum kostur
- Reynsla af starfi með börnum
- Færni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Hlunnindi í starfi
- Leikskólinn er lokaður í dymbilviku og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
- Opnunartími leikskólans er 7:30-16:30 mánud.- fimmtud. og 7:30-16:00 á föstudögum
- Fimm skipulagsdagar á ári
- 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
- Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum og forgangur inn í leikskóla fyrir börn starfsmanna
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Advertisement published29. April 2025
Application deadline22. May 2025
Language skills

Required
Location
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Type of work
Skills
ProactiveIndependence
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Við Grunnskólann í Hveragerði vantar fleira gott starfsfólk
Grunnskólinn í Hveragerði

Tónmenntakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á unglingastigi í Húnaskóla
Húnabyggð

Deildarstjóri leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri eldri deildar
Stekkjaskóli

Umsjónarkennari á miðstigi
Egilsstaðaskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt

Fjölhæfur grunnskólakennari
Skaftárhreppur