L-7 Verktakar
L-7 Verktakar
L-7 Verktakar

Verkefnastjóri alhliða byggingaverktaka á Siglufirði

L-7 ehf leitar eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum verkefnum innan fyrirtækisins.
Starfið felur meðal annars í sér áætlana- og tilboðsgerð, skipulag verkefna í samvinnu með verkstjóra, umsjón á gæðastjórnunarkerfi í samvinnu með fjármála- og mannauðsstjóra, úttekt og eftirlit á verkefnum, samskipti við verkkaupa og undirverktaka, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði byggingar-, verk- eða tæknifræði, iðnmenntun eða haldbær reynsla úr byggingariðnaði
  • Reynsla af stjórnun framkvæmda æskileg
  • Nákvæmni, skipulagshæfileikar og lausnamiðuð hugsun
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góð tölvukunnátta, þjónustulund og metnaður
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Um L-7 ehf

L-7 ehf er alhliða byggingaverktaki sem þjónustar bæði, fyrirtæki og einstaklinga í stærri sem og smærri verkefnum í nýbyggingu, almennri smíðavinnu, alhliða viðhaldi, pípulögnum, málningu, múrverki og flísalögn. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 og hefur vaxið mikið síðan þá, í dag eru um 20 starfsmenn í fullu starfi sem sinna mjög fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.

Umsókn óskast fyllt út á Alfreð og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningabréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Kristinsdóttir, fjármála- og maunnauðsstjóri L-7, gudny@l7.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Áætlana- og tilboðsgerð
  • Skipulag verkefna
  • Ábyrgð á fjárhagslegri afkomu verkefna
  • Gerð verk og kostnaðaráætlana
  • Ábyrgð á gæða og öryggismálum
  • Úttekt og eftirlit á verkefnum
  • Samskipti við verkkaupa og undirverktaka
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Vesturtangi 1-5 1R, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar