Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands
Happdrætti Háskóla Íslands

Tækni- og þjónustudeild HHÍ auglýsir sumar-/framtíðarstarf

Leitað er að hressum, jákvæðum og umfram allt einstaklega laghentum aðila í tækni- og þjónustudeild HHÍ. Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að geta tileinkað sér mismunandi tækni og aðferðir sem henta hverju sinni. Einnig þarf viðkomandi að eiga í miklum samskiptum við rekstrarstaði HHÍ og leysa úr hinum ýmsu málum sem upp koma með útsjónarsemi og jákvæðni að leiðarljósi.

Þjónustudeild HHÍ sér um viðhald á tækjabúnaði HHÍ s.s. sjálfsölum og spilakössum. Einnig koma upp hin ýmsu tilfallandi verkefni sem þarf að leysa.

Verkstæði og þjónustudeild HHÍ er staðsett á Dvergshöfða 2 ásamt skrifstofu HHÍ. Þjónustusvæði HHÍ nær frá Höfuðborgarsvæðinu, til Suðurnesja og Akureyrar. 95% af verkefnum þjónustudeildar eru á Höfuðborgarsvæðinu sjálfu.

Ef þú telur þig búa yfir þeim kostum sem leitað er að þá viljum við heyra frá þér.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð tæknikunnátta og færni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.

Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.ÚtkeyrslaPathCreated with Sketch.Vöruflutningar
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar