VÍS
VÍS
VÍS

Sumarstarf í reikningshaldi hjá VÍS

Komdu í hópinn!

Við leitum að starfsfólki í sumar í reikningshaldi í fjármáladeild VÍS. Starfið felur í sér afstemmingar og færslu bókhalds og önnur fjölbreytt verkefni. Einnig eru samskipti við innri og ytri viðskiptavini stór partur af starfinu.

Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að gera sífellt betur eru eiginleikar sem við sækjumst eftir.

Við leggjum mikið upp úr samvinnu, sterkri liðsheild og að hafa gaman í vinnunni.

Lágmarksaldur umsækjenda eru 20 ár og er miðað við að þeir séu í háskólanámi sem nýtist í starfi. Reynsla af bókhaldi og uppgjörum er kostur.

Við erum stolt af því að sumarstarfsmenn okkar vinna hjá okkur nokkur sumur og taka því með sér dýrmæta reynslu út í atvinnulífið.

Umsóknarfrestur er til og með 01.maí 2024. Við hvetjum öll þau sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um, óháð kyni. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum starfasíðuna okkar á www.vis.is .

Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar í gegnum netfangið mannaudsmal@vis.is

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur1. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar