Auðarskóli
Auðarskóli
Auðarskóli

Laus störf við Auðarskóla í Dalabyggð

Við í Auðarskóla leitum að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu, reynslu og áhuga á gæða skólastarfi.

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 68 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Tæpur helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð – Ánægja – Árangur.

Það er gott að búa í Dalabyggð. Boðleiðir eru stuttar, félagslíf er fjölbreytt og svæðið fullkomið fyrir þá sem vilja búa fjarri erli og óþarfa áreiti. Dalabyggð leggur áherslu á samhent og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir íbúar geta unað vel. Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð.

Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og leitað er eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Aðstoðarleikskólastjóri

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og skipulagning skólastarfsins í samráði við skólastjóra.
  • Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki.
  • Faglegur leiðtogi fyrir aðra starfsmenn.
  • Tekur þátt í skipulagsvinnu og mótun skólastarfsins.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í upplýsingagjöf og kynningu á skólanum.
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða er kostur.
  • Stjórnunarreynsla og reynsla af leikskólastarfi.
  • Leiðtogafærni.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.

Leikskólakennarar 100% – 4 stöður

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna að uppeldi og menntun barnanna.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn aðstoðarleikskólastjóra.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn aðstoðarleikskólastjóra og skólastjóra.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinna þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Starfið felur í sér almenna kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur kennara

  • Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Grunnskólakennarar – Umsjónarkennarar 100% – 4 stöður

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipuleggja náms og kennslu nemenda þar sem m.a. áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðsagnarnám.
  • Fylgjast með og stuðlar að velferð nemenda, hlúir að þeim í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.
  • Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur kennara

  • Kennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.

Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.

Sérkennari grunnskóla 80-100% – 1 staða

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár í samráði við aðra kennara, verkefnastjóra sérkennslu og þroskaþjálfa.
  • Skipuleggja einstaklingsmiðaða sérkennslu í samráði við verkefnastjóra sérkennslu.
  • Fylgjast með og stuðla að velferð nemenda, hlúa að þeim í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun eða önnur uppeldismenntun. Leyfisbréf kennara (Leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Menntun eða reynsla af sérkennslu.
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Mjög góð íslenskukunnátta og áhugi á að nýta upplýsingatækni í kennslu.

Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin.

Stuðningsfulltrúi grunnskóla 70-100% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám o.s.frv.
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

Skólaliðar grunnskóla 50-100% – 2 stöður

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum.
  • Metnaður til að þróa gæða skólastarf.
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur20. maí 2024
Staðsetning
Miðbraut 6B, 370 Búðardalur
Miðbraut 8, 370 Búðardalur
Miðbraut 10, 370 Búðardalur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar