Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildastjóri við leikskólann Lyngholt

Lyngholt er 90 nemenda skóli sem skiptist á 6 deildar. Skólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Skólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði við Heiðarveg. Grunnskóli Reyðarfjarðar er í næsta nágrenni við skólann og á milli stofnana er mikið og gott samstarf. Lyngholt vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Deildarstjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og uppeldisstefnu Fjarðabyggðar.
  • Deildarstjóri er hluti af stjórnendateymi leikskólans og ber ábyrgð á deildarstarfi.
  • Deildarstjóri annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar.
  • Deildarstjóri hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
  • Deildarstjóri ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
  • Deildarstjóri situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
  • Deildarstjóri skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. dagleg samskipti og foreldraviðtöl.
  • Önnur verkefni sem skólastjóri felur honum og skilgreind eru á ábyrgðarsviði hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu í leikskóla. (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Þekking á uppeldisstefnum Fjarðabyggðar er æskileg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæmi og skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Starfsmenn fá greitt fyrir að matast með börnum.
  • Vinnutímastytting, er hægt að taka út daglega, vikulega, mánaðarlega eða safna í lengri frí.
  • Sex skipulagsdagar á ári.
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur18. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Heiðarvegur 5, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar