Byggt og búið

Byggt og búið

Allt í eldhúsið
Byggt og búið
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Byggt og búið er rótgróin verslun sem hefur starfað í Kringlunni í 30 ár, allt frá opnun hennar árið 1987. Í versluninni má finna allt fyrir heimilið; lítil og stór heimilistæki, búsáhöld, gjafavöru o.m.fl. Í Byggt og búið er alltaf eitthvað um að vera. Fyrir utan kunna atburði eins og Kringluköstin, útsölurnar og Miðnætursprengjurnar, höfum við reglulega tilboðsdaga sem hafa notið mikilla vinsælda, og má þar sem dæmi nefna Heimilistækjadaga, Potta- og pönnudaga og Hártækjadaga. Viljirðu fylgjast nánar með hvað er á döfinni hverju sinni mælum við með að þú skráir þig á póstlistann neðst á síðunni, og fáir sendar tilkynningar um komandi uppákomur og tilboð.
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Þjónustustefna
Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu. Því teljum við ekki síður mikilvægt fyrir góðan sölufulltrúa að hafa ríka þjónustulund. Við bjóðum reglulega upp á vörufræðslufundi fyrir starfsfólk svo það geti aukið sjálfsöryggi og þekkingu sína í starfi.
Byggt og búið
Við leggjum okkur fram við að auka starfsánægju og halda að okkur góðu starfsfólki. Stefna Byggt og búið er að þar starfi metnaðarfullt og þekkingarsækið starfsfólk sem skilar sér í jákvæðu og vinalegu starfsumhverfi.

51-200

starfsmenn

Skemmtun

Hluti af því að skapa jákvætt og vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða upp á reglulega skemmtun. Árlegir viðburðir eru til dæmis glæsileg árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburðir á vegum starfsmannafélagsins.

Nýjustu störfin

Engin störf í boði

Jafnlaunastefna
Byggt og búið leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.