Rafland hf.

Rafland hf.

BETRA BORGAR SIG
Rafland hf.
PrófíllÖll störf
Um vinnustaðinn
Árið 2017 sameinuðust tvær rótgrónar verslanir í íslensku viðskiptalífi, Einar Farestveit og co. og Sjónvarpsmiðstöðin, undir sameiginlega merkinu Rafland. Þar sem áður var Sjónvarpsmiðstöðin er nú sjónvarps- og raftækjadeild Raflands staðsett áfram í Síðumúla 2 en starfsemi Einars Farestveit fellur nú undir heimilistækjadeild Raflands og er staðsett í Síðumúla 4. Starfsfólk með áratuga langa reynslu og sérþekkingu úr verslununum tveimur hefur sameinað krafta sína sem starfsfólk Raflands þar sem boðið er upp á fyrsta flokks þjónustu og persónulega aðstoð. Einkennisorð Raflands eru Betra borgar sig. En við leggjum áherslu á hágæða vörur sem endast, valdar með aðstoð sérfræðinga fyrir ólíkar þarfir nútímaheimilisins. Við bjóðum upp á þekkt og vönduð vörumerki á borð við LG, KitchenAid, harman kardon, Sonos, Saeco, JBL, Dyson, Panasonic, Siemens, Bosch, Beko og Yamaha. Í Raflandi fæst úrval af raftækjum fyrir heimilið, þar fást stór sem smá heimilistæki allt frá þvottavélum, ofnum og helluborðum yfir í blandara og minni heimilistæki ásamt raftækjum eins og sjónvörpum, heimabíóum og hljómtækjum.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Þjónustustefna
Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu. Því teljum við ekki síður mikilvægt fyrir góðan sölufulltrúa að hafa ríka þjónustulund. Við bjóðum reglulega upp á vörufræðslufundi fyrir starfsfólk svo það geti aukið sjálfsöryggi og þekkingu sína í starfi.
Jafnlaunastefna
Rafland leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

51-200

starfsmenn

Skemmtun

Hluti af því að skapa jákvætt og vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða upp á reglulega skemmtun. Árlegir viðburðir eru til dæmis glæsileg árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburðir á vegum starfsmannafélagsins.

Nýjustu störfin

Engin störf í boði

Mannauðsstefna
Við leggjum okkur fram við að auka starfsánægju og halda í gott fólk. Stefna Raflands er að þar starfi metnaðarfullt og þekkingarsækið starfsfólk sem skilar sér í jákvæðu og vinalegu starfsumhverfi.