ICEWEAR
ICEWEAR
ICEWEAR

Vöruþróun og framleiðsla

Icewear leitast eftir að ráða skipulagðan og lausnamiðaðan einstakling á svið vöruþróunar og framleiðslu.

Sem sérfræðingur í vöruþróun og framleiðslu færð þú lykilhlutverk í að móta vörur frá hugmynd til verklags – með fókus á nýsköpun, hagkvæmni og framúrskarandi gæðastaðla.

Starfsstöð er á skrifstofum Icewear í Garðabæ.

Umsóknarfrestur er til 18. júlí n.k. en áhugasamir eru hvattir til að sækja um strax þar sem unnið verður úr umsóknum jafn óðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á vöruþróun og framleiðslu, frá hugmynd hönnuðar til framleiðslu
  • Ábyrgð á mælingum og mátunum á fatnaði
  • Umsjón með vöruflæði og framleiðsluferlum
  • Skipulagning á framleiðsludagatali í samstarfi við hönnunar- og söludeild
  • Samskipti og fundir með birgjum innanlands og erlendis
  • Eftirfylgni með pöntunum og gæðaeftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Klæðskeramenntun og/eða tæknimenntun á sviði fataþróunar
  • Reynsla af störfum í fataiðnaði og vöruþróun skilyrði
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að skapa góða liðsheild
  • Frumkvæði og lausnamiðaðað hugarfar
  • Áreiðanleiki, nákvæmni og hæfni til að vinna undir álagi
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt29. júní 2025
Umsóknarfrestur18. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar