Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Viltu starfa í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar?

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir nýliðum til starfa til að sinna útkallsverkefnum slökkviliðsins.

Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar að Kalmansvöllum 2 miðvikudaginn 3. desember næstkomandi kl. 20:00.

Nánari upplýsingar um slökkvistarf: Reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna 792/2001

Helstu verkefni og ábyrgð

Lögboðin verkefni slökkviliðs:

  • Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss.
  • Slökkvistarf innanhúss og reykköfun.
  • Viðbrögð við mengurnar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun.
  • Björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
  • Eldvarnareftirlit og forvarnir

Önnur verkefni slökkviliðs m.a:

  • Verðmætabjörgun.
  • Aðstoð vegna vatnstjóna.
  • Upphreinsistörf.
Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur: 

  • Hafa lokið iðnmenntun (sveinsprófi) eða sambærilegu (t.d. stúdentsprófi) 

  • Æskilegt að hafa aukin ökuréttindi/meirapróf til að stjórna vörubifreið (C - flokkur) 

  • Góð íslenskukunnátta skilyrði og góð enskukunnátta æskileg

  • Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi

  • Hafa góða líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði 

  • Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki haldin lofthræðslu eða með innilokunarkennd

  • Almenn reglusemi, gott siðferði og háttvísi

  • Búseta á starfssvæði slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar er skillyrði
Fylgigögn með umsókn

Öllum umsóknum þarf að fylgja rafrænt eintak af:

  • Ferilskrá umsækjanda
  • Ökuskírteini (ljósritaðar báðar hliðar skírteinis)
  • Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið iðnprófi (sveinsbréf) / stúdentsprófi eða sambærilega menntun
  • Nýleg og góð mynd

 Öllum umsóknum þarf að fylgja frumrit af: 

  • Læknisvottorð sem staðfestir almennt heilbrigði umsækjanda. Má ekki vera eldra en 3 mánaða. Fæst hjá heimilislækni.
  • Sakavottorð þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Fæst hjá Sýslumanninum.
  • Ökuferilskrá (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit er það  Lögreglan á Vesturlandi, skv. upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra
Nánar um inntökuskilyrði

Inntökupróf

Inntökuprófin felast í: þol- og styrktarprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, styrktarprófi, gönguprófi, akstursprófi og viðtali.

Lofthræðslupróf

Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á stigabíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi þoli að vera í mikilli hæð og hafi rökhugsun við þær aðstæður.

 Innilokunarkennd

Umsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol.

 Þol- og styrktarpróf

Þol- og styrktarprófið er annars vegar göngupróf og hins vegar æfing, tekið samhliða.

 Þol

Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kg kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kg. Þeir ganga í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.

 Styrkur

Um er að ræða þrenns konar mælingu í: bekkpressu, róður og fótapressu. Klæðnaður: íþróttaföt og íþróttaskór. Viðmiðunarkröfur eru eftirfarandi:

  • Réttstöðulyfta 75 kg þyngd - 10 endurtekningar.
  • Liggjandi upphífingar með 20sm upphækkun undir hælum - 7 endurtekningar.
  • Armbeygjur í 12 kg vesti – 7 endurtekningar.
  • Planki á olnboga og tám - 1 mínúta.
  • Dúkkuburður (70 kg dúkka) með slökkviliðstaki - 40m vegalengd á undir 1 mín.

 Aksturspróf

Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag er metið og þekking á umferðarreglum.

Viðtal

Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal sem slökkvistjóri tekur ásamt fulltrúum starfsmanna. Gert er ráð fyrir 20-30 mínútum á hvern umsækjanda.

Umsækjendur þurfa að búa á starfssvæði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalmansvellir 2, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar