
Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.

Upplýsinga- og gagnastjóri
Mosfellsbær óskar eftir að ráða framsýnan og umbótasinnaðan upplýsinga- og gagnastjóra með góða þekkingu og reynslu til að leiða þróun gagnamála hjá bænum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð, skipulag og umsjón með gögnum Mosfellsbæjar
- Þróun á og eftirfylgni með gagnastefnu, ásamt verklagi við gagnastjórnun
- Yfirumsjón með ONE Systems málakerfinu og ábyrgð á þróun þess
- Innleiðing ONE Systems málakerfis í stofnanir sveitarfélagsins
- Þróun gagnavistunar- og grisjunaráætlunar ásamt eftirfylgni
- Ábyrgð og þátttaka í vinnu við þróun kerfisarkitektúrs Mosfellsbæjar
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins í gagnamálum
- Skipulagning og framkvæmd fræðslu um gagnamál
- Frágangur og skil á gögnum Mosfellsbæjar til Héraðsskjalasafns
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði
- Yfirgripsmikil þekking og reynsla af upplýsinga- og gagnastjórnun
- Yfirgripsmikil þekking á málakerfinu ONE Systems
- Góð þekking á gagnastýringu og kerfis arkitektúr
- Góð þekking og reynsla á opinberri skjalavörslu og skjalastjórn er nauðsynleg, þ.m.t. lögum og reglum þar um
- Mjög góð samskiptafærni ásamt frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Mjög góð tölvukunnátta og þekking og færni á helstu tölvukerfum s.s. M365
- Þekking og reynsla af vinnu við og innleiðingu umbótaverkefna
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt17. júlí 2025
Umsóknarfrestur31. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)