
S4S - Ellingsen
Ellingsen var stofnað árið 1916 af Othar Ellingsen og var meginhlutverk fyrirtækisins sérhæfing í sölu á veiðarfærum og öðru því sem tengdist útgerð, en í seinni tíð eða frá árinu 1990 var áherslum í verslun breytt í að selja útivistarvörur.
Árið 2017 keypti S4S ehf verslun Ellingsen og síðan þá hafa orðið miklar breytingar á versluninni.
Ellingsen er í dag útivistaverslun fyrir alla fjölskylduna þar sem fólk getur gengið að góðri þjónustu og vöruúrvali. Rafhjólasetur Ellingsen var opnað árið 2020 og fer ört stækkandi.
Verslanir Ellingsen eru í Reykjavík, á Akureyri auk vefverslunarinnar www.ellingsen.is.
Hjá S4S starfa um 180 manns og hefur fyrirtækið margoft hlotið viðurkenningu VR sem fyrirmyndavinnustaður auk þess að hafa verið valið fyrirtæki ársins. Þá hefur S4S fengið viðurkenningu Creditinfo um fyrirmyndarfyrirtæki árlega undanfarin ár.

Við erum að leita að verslunarstjóra Ellingsen!
Erum við að leita að þér?
Ellingsen leitar að öflugum og metnaðarfullum verslunarstjóra í verslun Ellingsen í Reykjavík. Um framtíðarstarf er að ræða.
Verslunarstjóri sér m.a. um daglegan rekstur, sölu og afgreiðslu, starfsmannahald, uppsetningu á verslun, áætlanagerð, samskipti við aðrar verslanir S4S og stoðdeildir.
Um fullt starf er að ræða þar sem vinnutími er alla virka daga og aðra hverja helgi á opnunartíma verslunarinnar.
Við leitum að manneskju með mikla leiðtogahæfileika og reynslu af verslunarsstjórastarfi sem getur hafið störf fljótlega.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur
- Sala
- Áætlanagerð
- Starfsmannahald og vaktaplön
- Innkaup
- Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Uppsetning og útlit á verslun
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntunar- og hæfniskröfur
- 25 ára eða eldri
- Reynsla af verslunarstjórastarfi skilyrði
- Leiðtogahæfileikar
- Brennandi áhugi á útivist
- Þekking á innkaupum
- Vinnur vel undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Stundvísi og góð framkoma
- Sveigjanleiki
- Framúrskarandi þjónustulund
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fiskislóð 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðLeiðtogahæfniMetnaðurReyklausSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiTeymisvinnaVaktaskipulagVeiplausÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Söluráðgjafi á fyrirtækjasviði
Byko

Ert þú næsti verslunarstjóri Kultur menn í Kringlunni?
Kultur menn

Starfsmaður í pre-pack - Krónan Akureyri (100%)
Krónan

Þjónn/waiter - Akureyri North of Iceland
Bautinn

Stapaskóli - mötuneyti
Skólamatur

Óskum eftir starfsmanni á lager & frystir fyrirtækisins
Esja Gæðafæði

Sölumaður / Sölufulltrúi
Sölutraust

Erum við að leita að þér? Framtíðarstarf í Borgarnesi
Geirabakarí ehf.

Tæknisinnaður sölumaður - Akureyri
Tölvutek - Akureyri

Afgreiðslufulltrúi í Keflavík
Hertz Bílaleiga

Sölu- og þjónusturáðgjafi - Keflavík
Flügger Litir

Verslunarstjóri óskast í Parki Interiors
Parki