
Flying Tiger Copenhagen
Að fara í Flying Tiger Copenhagen er skemmtileg upplifun. Þess vegna höfum við stækkað úr 200 kr. verslun í farsæla, alþjóðlega verslunarkeðju með frumlegar, litríkar, praktískar og skemmtilegar vörur og danska hönnun á mjög viðráðanlegu verði.
Flying Tiger Copenhagen stækkar hratt og er með um þúsund verslanir í 30 löndum í Evrópu, Japan og Suður-Kóreu. Í hverjum mánuði koma yfir 300 nýjar vörur í verslanir okkar og helmingur þeirra er hannaður af hönnunarteyminu okkar. Grunnhugmynd fyrirtækisins er byggð á að vinnustaðurinn sé afslappaður og lifandi, með starfsfólki sem vinnur heilshugar að markmiðum okkar, finnur fyrir ábyrgð, er vakandi fyrir nýjungum og breytingum og hefur gott ímyndunarafl, sem heldur hlutunum á hreyfingu og í þróun alla daga.
Þú getur lesið meira um Flying Tiger Copenhagen á flyingtiger.com
Verslunarstjóri
Flying Tiger á Íslandi leita að metnaðarfullum og áhugasömum aðila til þess að sinna starfi verslunarstjóra í verslun þeirra í Smáralind.
Um fullt starf er að ræða og gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á rekstri verslunar og afkomu
- Innleiðing og viðhald á hugmyndafræði Flying Tiger Copenhagen
- Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
- Ábyrgð á útstillingu og uppröðun vara
- Ábyrgð á starfsmannamálum og þáttaka í uppbyggingu á skemmtilegum vinnustað
- Skýrslugerð og eftirfylgni með uppgjöri
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarstjórnun og starfsmannahaldi
- Góð kunnátta og reynsla í Microsoft Office kerfum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund og geta til að vinna undir álagi
- Góðir skipulagshæfileikar
- Metnaður og söludrifni
- Aðlögunarhæfni og lausnamiðuð hugsun
Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur5. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaFrumkvæðiJákvæðniLeiðtogahæfniMannleg samskiptiMetnaðurSkipulagSölumennskaStarfsmannahaldVaktaskipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri
Dropp

Óskum eftir starfskrafti í 70-100% starf
King Kong Söluturn

Hótel Bjarkalundur - Sumarstarf - Hótel og veitingastaður
Hótel Bjarkalundur

Ísbúðin Okkar í Hveragerði leitar að sumarstarfsfólki!
Hristingur ehf.

Sölufulltrúi í Icewear Hveragerði
ICEWEAR

Ritari óskast
Livio Reykjavík

Söluráðgjafi Öryggislausna
Nortek

Sölumaður
Ísól ehf

Newrest - Lager/Supply
NEWREST ICELAND ehf.

Skrifstofustjóri - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Söluráðgjafi hjá Sindra
SINDRI

Sölufulltrúi Dagvöruverslanna
Rún Heildverslun