Akureyri
Akureyri
Akureyri

Verkstjóri í Lystigarð Akureyrar

Umhverfis- og mannvirkjasvið óskar eftir að ráða samviskusaman og vandvirkan einstakling sem verkstjóra í 100% starf í Lystigarð Akureyrar. Starfið er ótímabundið og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Lystigarður Akureyrar er rekinn af Akureyrarbæ sem grasagarður og skrúðgarður. Almenningsgarðurinn var opnaður árið 1912 og grasagarðurinn árið 1957. Garðurinn gegnir fjölþættu hlutverki; annars vegar sem lifandi safn plantna þar sem áhersla er lögð á innflutning, prófanir og ræktun fallegra og harðgerra erlendra plantna sem henta íslenskum aðstæðum, og hins vegar sem almenningsgarður til fróðleiks, upplifunar og útivistar. Lystigarðurinn er víðkunnur fyrir fegurð sína og fjölbreytt plöntusafn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri Lystigarðsins og yfirumsjón með allri verklegri starfsemi.
  • Skipulagning, útplöntun, viðhald og skráning plöntusafnsins í samstarfi við grasafræðing garðsins.
  • Yfirumsjón með fræsöfnun.
  • Önnur tilfallandi verkefni innan umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Garðyrkjunám af Garð- og skógarplöntubraut eða Skrúðgarðyrkjubraut.
  • Meistararéttindi í skrúðgarðyrkju er kostur.
  • Fræðileg þekking og víðtæk reynsla af garðyrkjustörfum.
  • Góð plöntuþekking.
  • Reynsla af verkstjórn er æskileg.
  • Geta til að lesa og vinna eftir teikningum.
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, stundvísi og samviskusemi.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur10. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Eyrarlandsvegur, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkrúðgarðyrkjaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar