

Vaktstjóri
Top Wings leitar að Vaktstjóra í fullt starf á splunkunýjum veitingastað í nýju mathöllinni í Smáralind!
Top Wings er kjúklingavængjastaður sem býður upp á framandi kjúklingavængi og kjúklingalundir með brögðum frá Ameríku, Asíu, Evrópu og Afríku!
Top Wings mun bjóða upp á fyrsta flokks hráefni og ómótstæðilegt bragð í hverjum bita.
Ef þú vilt hjálpa okkur að gera Top Wings að toppnum í kjúklingavængjum á Íslandi, þá viljum við endilega heyra frá þér! :)
Starfslýsing
Vaktstjóri tekur ábyrgð á vöktum og heldur utan um daglegan rekstur veitingastaðarins í samráði við framkvæmdastjóra.
Vaktstjóri er yfirmaður annarra starfsmanna sem sinna almennri þjónustu á veitingastaðnum.
Ef þú ert öflugur, jákvæður, þjónustulipur og agaður starfskraftur sem átt auðvelt með að vinna með fólki, þá langar okkur að heyra frá þér :)
Starfssvið
• Dagleg stjórnun vakta, almenn afgreiðsla og rekstur í samráði við framkvæmdastjóra.
• Pantanir og birgðastýring í samráði við framkvæmdastjóra.
• Gerð vaktaplana.
• Dagleg verkstjórn starfsfólks.
• Móttaka nýliða og þjálfun.
Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund og jákvæðni
• Áreiðanleiki
• Frumkvæði
• Stundvísi og samviskusemi
• Gott vinnuskipulag og sjálfstæð vinnubrögð
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að geta unnið undir álagi
• Reynsla af afgreiðslustörfum er skilyrði
• Reynsla af stjórnun starfsfólks er kostur
• 20 ára og eldri
Umsóknir sendist hér í gegnum Alfreð eða á netfangið [email protected]
Auk þess veitir Gunnar allar frekari upplýsingar í síma 663-5777.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Enska
Íslenska










