

Uppbyggingar- og viðhaldsstjóri
Sæbýli hf. (Aurora Abalone) óskar eftir uppbyggingar- og viðhaldsstjóra í Grindavík
Sæbýli hf. er spennandi fyrirtæki í örum vexti sem stendur að metnaðarfullu landeldisverkefni í Grindavík. Við bjóðum lifandi og krefjandi starf í nýsköpunarumhverfi þar sem tækifæri gefast til að hafa bein áhrif á uppbyggingu frá grunni.
Við leitum að öflugum og ábyrgum einstaklingi sem er tilbúinn að vinna á gólfinu, leiða teymi og taka virkan þátt í daglegum framkvæmdum. Þekking á eldiskerfum er mikill kostur.
Starfsstöð er í Grindavík.
· Gerð verk- og kostnaðaráætlana fyrir uppbyggingu í Grindavík
· Umsjón og viðhald með tækjum og húsnæði
· Verkstýring starfsmanna og dagleg eftirfylgni með framkvæmdum og viðhaldi
· Forgangsröðun og skipulag verkefna í samstarfi við teymið
· Samskipti við birgja, verktaka og þjónustuaðila
· Iðnmenntun sem nýtist í starfi er skilyrði
· Reynsla af uppbyggingu eða verkefnastjórnun í iðnaði eða innviðarekstri
· Góð tölvufærni og reynsla af verkáætlunum og kostnaðargreiningu
· Með sterka ábyrgðartilfinningu, skipulagshæfni og drifkraft til að leysa úr verkefnum
· Góð samskiptafærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Ensku og/eða íslensku kunnátta
