
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Tímavinnustarfsmaður í félagsmiðstöðinni Jemen
Félagsmiðstöðin Jemen óskar eftir að ráða inn frístundaleiðbeinanda í tímavinnu til og með 31. maí 2026, með möguleika á áframhaldandi starfi. Um er að ræða starf alla mánudaga frá 17:00-22:30 og svo íhlaup þegar þörf er á.
Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frístundastarfi. Hann hefur umsjón með og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvanna. Hann vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.
Æskilegt að umsækjendur sé á 20. aldursári eða eldri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur og hefur umsjón með ákveðnum hópum, verkefnum og viðburðum tengdum menningar-, félags- og tómstundastarfi í félagsmiðstöðvum í samstarfi við forstöðumann og aðra starfsmenn.
- Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frístundastarfi.
- Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
- Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
- Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og stuðlar að því að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að lýðræðislegum ákvörðunum um starfsemi félagsmiðstöðvar.
- Hefur umsjón með skipulögðu frístundastarfi ólíkra hópa barna og unglinga í samræmi við þeirra þarfir.
- Sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og fellur undir hans starfssvið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Diplómanám í tómstundafræðum eða sambærilegu námi æskilegt.
- Reynsla af störfum með börnum og unglingum æskileg.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Kunnátta í íslensku og ensku æskileg.
Auglýsing birt15. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri óskast
Furugrund

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Íþróttafræðingur óskast á hjúkrunarheimilið Hamra
Hamrar hjúkrunarheimili

Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Ráðgjafi í Áttunni -uppeldisráðgjöf
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Vinna með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Starfsfólk í stuðning við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari eða leiðbeinandi
Baugur

Leikskólakennari óskast í Heilsuleikskólann Fífusali
Fífusalir

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland