Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfar - Leikskólinn Vesturkot

Leikskólinn Vesturkot óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í fullt starf frá 2. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi

Leikskólinn Vesturkot er fjögra deilda, staðsettur á Holtinu þar sem stutt er í ósnortna náttúruna. Stefna leikskólans tekur mið af lærdómsamfélaginu þar sem áhersla er lögð á að allir séu virkir þátttakendur í að móta og þróa skólastarfið og því leggjum við mikla áherslu á teymisvinnu. Einkunnarorð leikskólans eru leikur, samvinna og virðing. Unnið er samkvæmt SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast börn á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæð og uppbyggileg samskipti. Við erum Heilsueflandi vinnustaður, vináttuleikskóli Barnaheilla, vinnum að snemmtækri íhlutun í málþroska barna og umhverfismennt er hluti af okkar starfi. Góð samvinna allra, vellíðan og starfsáægja teljum við að þurfi að vera til staðar til að geta byggt upp metnarfullt og faglegt leikskólstarf þess vegna leggjum við áherslu á slíkt starfsumhverfi.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning
  • Vinnur í teymi með kennurum að þeim verkefnum sem sérkennslustjóri felur starfsmanni
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
  • Vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á svið þroskaþjálfunar og starfsleyfi til að vinna sem slíkur (starfsleyfi fylgi umsókn)
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Góð íslenskukunátta skilyrði
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Þóra Ásdísardóttir, leikskólastjóri og Hulda Þórarinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri - [email protected]

Ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands.

Umsóknarfrestur 19. janúar 2026.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Miklaholt 1, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar