Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Tanntæknir í Tannlæknadeild

Laust er til umsóknar 85% starf tanntæknis á aðgerðarstofu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Vinnutíminn er breytilegur og fer eftir árstíðabundnu álagi í tengslum við kennslu í deildinni og er því 85% á ársgrundvelli, 100% á kennslutíma og 65% utan hans. Kennslutímabilið er að jafnaði frá miðjum ágúst til loka nóvember á haustmisseri og frá byrjun janúar til loka apríl á vormisseri. Lægra starfshlutfall kemur einnig til greina.

Tannlæknastofa Tannlæknadeildar (klíníkin) veitir almenningi, nemendum og kennurum bæði almenna og sérhæfða þjónustu. Tannlæknastofan er kennslustofnun líkt og spítalar eru fyrir verklegt nám annarra heilbrigðisstétta. Í samstarfi við Fjölbrautarskólann í Ármúla fer einnig fram kennsla í tanntækni, einni af stoðgreinum tannlækninga.

Starf tanntæknis felst í að leiðbeina og þjónusta nemendur og starfsfólk deildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur fyrir verklega kennslu og aðstoð á aðgerðastofu 
  • Samskipti og stuðningur við klíníska kennslu
  • Vinna við sótthreinsun 
  • Rafræn skráning sjúkragagna og röntgenmyndatökur
  • Umsjón að hluta til með skurðstofu
  • Móttaka og símsvörun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tanntæknamenntun frá námsbraut tanntækna. Önnur heilbrigðismenntun kemur einnig til greina 
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg 
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt29. september 2025
Umsóknarfrestur9. október 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Vatnsmýrarvegur 16, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar