Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Tæknilegur bókari óskast!

Óskum eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn aðila til starfa í bókhaldið á skrifstofu okkar á Kársnesi í Kópavogi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og góðan skilning á bókhaldi. Við vinnum í dag í DK en stefnum að yfirfærslu í Microsoft Dynamics 365 Business Central í byrjun árs 2027. Því leitum við að einstaklingi sem hugsar tæknilega, hefur áhuga á sjálfvirknivæðingu og nýtir kerfi og stafrænar lausnir til að auka skilvirkni og gæði.

Við leitum sérstaklega að einstaklingi sem

  • Spyr: „Hvernig má gera þetta sjálfvirkt eða einfaldara?“

  • Sér tækifæri í kerfum, ekki hindranir

  • Vill taka virkan þátt í tæknilegri þróun fjármálasviðs

  • Hefur áhuga á að móta framtíðarfyrirkomulag bókhalds hjá öflugu fyrirtæki

Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg bókhalds- og reikningshaldsverkefni

  • Meðhöndlun viðskiptakrafna og -skulda

  • Afstemmingar og lokauppgjör (mánaðar- og ársuppgjör)

  • Virk þátttaka í greiningu, einföldun og sjálfvirknivæðingu fjármálaferla

  • Undirbúningur og þátttaka í yfirfærslu úr DK í Business Central

  • Samskipti við endurskoðendur, stjórnendur og aðra lykilaðila

  • Skýrslugerð og stuðningur við stjórnendaákvarðanir

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla í bókhaldi, reikningshaldi eða fjármálum

  • Reynsla af DK er kostur

  • Reynsla af Business Central eða Dynamics NAV er mikill kostur

  • Sterk tæknileg hugsun og áhugi á sjálfvirknivæðingu ferla

  • Geta til að nýta stafrænar lausnir, kerfissamþættingar og gagnavinnslu

  • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði að umbótum

  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til skýrra samskipta

Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Starfsmannafélag
  • Golfhermir
  • Píluaðstaða
  • Borðtennis og Pool-borð
Auglýsing birt18. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupósti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar