EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Tækifæri í teymi jarðtækni

Við viljum styrkja teymið okkar enn frekar og leitum að öflugum sérfræðingi á sviði jarðtækni eða jarðverkfræði í teymi jarðtækni og jarðfræði á samfélagssviði EFLU. Jarðtæknilegar aðstæður eru nauðsynlegar grundvallarupplýsingar þegar kemur að hönnun mannvirkja af nánast hvaða tagi sem er.

Sem sérfræðingur í teymi jarðtækni og jarðfræði fengir þú því tækifæri til að vinna að spennandi og fjölbreyttum verkefnum við undirbúningsrannsóknir, hönnun og framkvæmdaeftirlit.

Samfélagssvið EFLU er leiðandi í þróun og vinnslu ábyrgra lausna fyrir viðskiptavini til að bæta samfélagið út frá umhverfislegum, félagslegum og hagrænum sjónarmiðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Jarðtækni og grundun
  • Jarðvegsrannsóknir
  • Jarðfræði og bergtækni
  • Hönnun og eftirlit
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði jarðvísinda eða verkfræði, s.s. jarðtækni, jarðverkfræði eða önnur sambærileg háskólamenntun
  • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
  • Reynsla notkun hönnunarforrita t.d. Geosuite, Geo5, Civil3D, AutoCad o.fl.
  • Frumkvæði og samskiptahæfni
  • Skipulögð vinnubrögð og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • 3-5 ára starfsreynsla í faginu
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt28. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar