

Starfsmaður óskast í vöruhús Vatn og Veitur, Kópavogi
Vatn & veitur Kópavogi óska eftir metnaðarfullum og duglegum starfskrafti.
Um framtíðartíðarstarf er að ræða fyrir réttan aðila.
Vatn og veitur rekur verslun fyrir fagfólk auk vöruhúss.
Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem býður upp á mikla möguleika til starfsþróunar og vaxtar í starfi. Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda þar sem frábær hópur starfsfólks vinnur sem ein heild og hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu. Ef þú ert til í skemmtilegt, lifandi og fjölbreytt starf þá er þetta tækifærið. Kostur að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og unnið er úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Vatn og veitur er stolt að því að vera með jafnlaunavottun og mikil áhersla er lögð á jákvætt vinnuumhverfi og vellíðan starfsfólks.
Við hvetjum áhugasama að sækja um óháð aldri, kyni eða uppruna.
- Tiltekt pantana
- Pökkun
- Mótttaka vöru
- Önnur tilfallandi verkefni í vöruhúsi
- Samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini
- Bílpróf skilyrði og lyftarapróf kostur
- Rík þjónustulund
- Öguð og vönduð vinnubrögð
- Stundvísi og góð framkoma
- Góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Hreint sakavottorð
- Snyrtimennska
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Líkamsræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Jafnlaunavottun
- Öflug félagslíf og virkt starfsmannafélag
Að auki bjóðum við:
- Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
- Frábæra vinnufélaga og góðan starfsanda
- Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu
- Afsláttarkjör af vörum félagsins
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi













