
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins.

Starfsmaður í upplýsingatæknideild
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða starfsmann í upplýsingatæknideild. Leitað er eftir drífandi starfsmanni með sterkan tæknilegan bakgrunn sem sýnir frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum. Framundan eru fjölbreytt og krefjandi verkefni með áherslu á frekari stafræna þróun, fjarheilbrigðisþjónustu og sjálfvirknivæðingu.
Ráðið verður í starfið frá 1. september eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með rekstri og framþróun upplýsingakerfa
- Greining og hönnun hugbúnaðarlausna
- Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum
- Umsjón, eftirfylgni og samhæfing upplýsingatækniverkefna
- Áætlanagerð og kostnaðareftirlit
- Samskipti þvert á stofnunina, við ytri aðila og birgja
- Vinna með stjórnendum við að tryggja framgang verkefna og fjarlægja hindranir
- Aðstoð við notendur upplýsingakerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tölvunarfræði, kerfisstjórn eða öðru sem nýtist í starfi. Háskólapróf er kostur
- Þekking og reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa
- Þekking á Microsoft lausnum t.d Office 365, Sharepoint, Azure og Active Directory er kostur
- Þekking á Orra, kerfi Fjársýslunnar og sjúkraskrárkerfinu Sögu er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil þjónustulund
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Auglýsing birt2. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Stekkar 1, 450 Patreksfjörður
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)

Sjúkraliði óskast til starfa á Sjúkradeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Hjúkrunarfræðingur á Sjúkradeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sjúkraliði óskast til starfa á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Starfsfólk í aðhlynningu óskast til starfa á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Sambærileg störf (12)

Kerfisstjóri
Norðurál

Specialist LS - Central
Iceland Hotel Collection by Berjaya

Kerfisstjóri
Hagstofa Íslands

Kennari á Microsoft-hugbúnað
Akademias

Kerfisstjóri
Kvika banki hf.

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Tæknimaður – kassakerfi og þjónusta
Festi

Sérfræðingur í vöruhúsi gagna og gagnavinnslu
Norðurál

Leitum að tæknimanneskju
Tölvuaðstoð ehf.

Starfsmaður á skrifstofu
Hringrás Endurvinnsla

Tæknimaður / Kerfisstjóri
Prod