
CAR-X
CAR-X ehf er stofnað í Mars 2004 af þeim Sigurði Halldórssyni, Sævar Inga Sverrissyni og Gísla Pálssyni, voru þeir allir áður starfsmenn réttinga og sprautuhluta Kraftbíla, byrjaði starfsemin í Draupnisgötu 6. á Akureyri
Starfsemin var fyrst um sinn smá í sniðum og þrengsli töluverð þó svo öll aðstaða til viðgerða á tjónabílum hefði verið með ágætum, auk stofnanda voru starfsmenn Sveinn Kristjánsson og Sigurður Sigurbergsson.
Árið 2010 var CAR-X flutt í Njarðarnes 8. þar sem það er enn, eftir þá flutning og aukið rými gafst tækifæri til að auka þjónustuna eftir því sem kallað var eftir henni, byrjað var að stunda almennar bílaviðgerðir samhliða tjónaviðgerðum og er það nú svo komið að í Njarðarnesi 10 er rekið sér bílaverkstæði, er þar gert við allar tegundir bifreiða þó svo áhersla sé lögð á þjónustu við eigendur þeirra vörumerkja sem við þjónustum samkv. samningum þar um, en það eru Ford - Volvo - Polestar - Jeep - Chrysler - Fiat - Ram
Bílabjörgun er hluti af CAR-X og varð það 2013 við kaup á þeirri starfsemi, er nú Bílabjörgun rekinn undir sömu kennitölu og CAR-X en með sér aðsetur í Njarðarnesi 12. þar sem er geymsla fyrir tjónaða og skemmda bíla. www.bilabjorgun.is

Starfsmaður í bílaréttingar
Vegna góðrar verkefnastöðu og aukinna umsvifa óskar CAR-X eftir að ráða starfmann í bílaréttingar á réttingar- og sprautuverkstæði. Starfið felur í sér undirbúning og frágang bíla fyrir réttingu og málun auk rúðuskipta og annara tilfallandi verkefna
Um er að ræða fullt framtíðarstarf.
Skoðum einnig að taka nema eða einhvern sem hefur áhuga á að vinna við bílaréttingar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur bíla fyrir sprautun.
- Frágangur bíla.
- Bílaréttingar.
- Samsetningar
- Bílrúðuskipti
- Þrif.
- Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun, bifreiðasmíði eða bílamálun er mikill kostur
- Fagmennska og vinnusemi.
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
- Reynsla af notkun bilanagreina kostur
- Nákvæmni, stundvísi og góð samstarfs- og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur matur.
- Skemmtilegt og virkt starfsmannafélag.
- Afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins.
Auglýsing birt22. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni

Valkvætt

Valkvætt
Staðsetning
Njarðarnes 8, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
BílvélaviðgerðirFljót/ur að læraFrumkvæðiJákvæðniVinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirki/Auto mechanic
Bílaver ÁK ehf.

Starfsmaður í fasteigna- og aðbúnaðarþjónustu
Isavia ANS

Prentun og frágangur skiltagerð / Printer for signmaking
Merking ehf

Car Transport & Maintenance Driver
Nordic Car Rental

Framrúðuskipti
Bílaumboðið Askja

Viltu vinna úti í sumar? Garðaþjónusta
Grænir Bræður

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Stöðvarstjóri á Ísafirði
Frumherji hf

Óskum eftir vönum starfsmanni í kjötskurð
Esja Gæðafæði

Starfsmaður í framleiðslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Viðgerðarmenn - Þjónustuverkstæði
VHE

Vélstjóri
Bláa Lónið