
Starf á sviði umhirðu og jarðsetninga
Kirkjugarðar Reykjavíkur leita af metnaðarfullum og drífandi einstakling í framtíðarstarf á sviði umhirðu og jarðsetninga.
Starfið felur í sér vinnu við almenna umhirðu garðanna, grafartekt og vinnu við fjölmarga þjónustuliði sem garðarnir bjóða upp á.
Um er að ræða tvö störf:
- Gufuneskirkjugarður: Teymisvinna sem og sjálfstæð verkefni.
- Sólland: Umsjón með grafartekt og umhirðu í duftgarðinum í Sóllandi.
Viðhald og umhirða
Gróðursetning, tjáklippingar, tjáfellingar, hellulagnir, sláttur og fl.
Sólland: umsjón með grafartekt og frágang
Gufunesgarður: aðstoð við grafartekt og frágang
Önnur tilfallandi störf
Í starfinu felst ábyrgð á að þjónustu sé sinnt á faglegan og nærgætinn hátt og að öryggisstöðlum sé fylgt við dagleg störf.
Menntun á sviði garðyrkju/skrúðgarðirkju kostur, eða sambærileg menntun.
Áhugi á garðyrkju skilyrði
Vinnuvélaréttindi I kostur
Starfið gerir kröfur um handlægni, útsjónarsemi og frumkvæði.
Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og geta til að vinna í teymum sem og sjálfstætt.
Kirkjugarðar Reykjavíkur er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem um 30 starfsmenn starfa. Fyrirtækið hefur verið í stefnumótun síðustu 3 árin og er því tækifæri til að hafa áhrif á uppbyggingu og menningu fyrirtækisins.
Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er að vera garður allra þeirra sem vilja kyrrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa opinn faðm gagnvart öllum þeim sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar.
Gildin okkar er VIRÐING - UMHYGGJA - FAGMENNSKA - LIÐSHEILD
Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur er: https://www.kirkjugardar.is/
Nánari upplýsingar um störfin veitir Helena Sif Þorgeirsdóttir sviðstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur [email protected]
Vinsamlegast tilgreinið í umsókn hvort sótt sé um starf í Sóllandi eða Gufunesgarði.
Umsóknarfrestur er til og með 21. september
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
