Vinnvinn
Vinnvinn

Sölustjóri

Ein stærsta heildverslun landsins sem flytur inn og markaðssetur fjölmörg af þekktustu áfengis vörumerkjum heims leitar að öflugum sölustjóra.

Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að bera ábyrgð á áframhaldandi uppbyggingu spennandi alþjóðlegra vörumerkja. Í boði er samkeppnishæf og árangurstengd laun, frábær vinnuaðstaða, hvetjandi vinnuumhverfi og skemmtilegir vinnufélagar.

Ef þú hefur áhuga á að vera partur af frábæru teymi og hefur brennandi áhuga á sölu og uppbyggingu vörumerkja þá gæti þetta einmitt verið starf fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd og eftirfylgni söluáætlana og söluátaka.
  • Byggja upp og efla viðskiptasambönd við hótel og veitingahús.
  • Vörumerkjastjórnun.
  • Tilboðs og samningagerð.
  • Greining söluupplýsingar og sölutækifæra.
  • Samskipti við erlenda samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vörumerkstjórnun eða markaðsstarfi gagnleg.
  • Góð tölvukunnátta, greiningarhæfni og talnagleggni.
  • Framskúrarandi samskiptahæfni.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli skilyrði.
  • Skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar