
ELKO
ELKO, stærsta raftækjaverslun landsins, opnaði þann 28. febrúar árið 1998 og varð strax frá upphafi leiðandi á sínu sviði á Íslandi.
ELKO hefur ávallt haft það að markmiði að bjóða þekkt vörumerki raftækja á lágu verði.
Verslanir eru sex og með samtals 5.000 m2 sölusvæði auk stórs vöruhúss.
Hjá ELKO starfa um 240 manns. Verslanir ELKO eru í Lindum, Skeifunni, Granda, Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Vefverslun ELKO.is

Söluráðgjafi - ELKO Granda
Langar þig að vinna á skemmtilegum vinnustað með fjölbreytt verkefni og frábæru samstarfsfólki? ELKO á Granda leitar að starfsfólki sem er jákvætt og með mikla þjónustulund. ELKO leggur áherslu á góða nýliðamóttöku og þjálfun. Starf söluráðgjafa felur meðal annars í sér að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, verðmerkja og stilla upp vörum eftir verslunarstöðlum. Vinnutími er almennt frá kl. 10-18 en getur breyst vegna starfsmannafræðslu.
Helstu verkefni
- Ráðgjöf á vörum og þjónustu
- Áfylling og uppstilling
- Verðmerkingar
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
- Íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- Framúrskarandi færni í samskiptum og rík þjónustulund
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Afsláttarkjör hjá ELKO, Krónunni og N1
- Aðgangur að velferðarpakka ELKO
- Aðgangur að fræðslupakka ELKO og Akademias
- Öflugt félagslíf með reglulegum viðburðum
- Starfsmannafélag með góðum vildarkjörum
- Niðurgreiddur hádegismatur
Frekari upplýsingar um starfið veitir Lilja Kristín ([email protected]), verslunarstjóri.
Umsóknarfrestur er til og með 18.júlí.
Hvetjum öll þau sem uppfylla hæfniskröfur að sækja um.
Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur18. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fiskislóð 15-21, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í Garðaland - fullt starf
BAUHAUS slhf.

Kjörbúðin Dalvík - verslunarstarf
Kjörbúðin

Sölustarf í persónu (Face to face) - Sumarstarf - Akureyri
Takk ehf

N1 - Reykjanesbær
N1

Fullt starf í afgreiðslu
Piknik Reykjanesbær

Þjónusta í apóteki - Flakkari
Lyf og heilsa

Öflugir vaktstjórar á höfuðborgarsvæðinu - Krónan
Krónan

Sölumaður í verslun
Rafvörumarkaðurinn

Minjagripaverslanir - Iceland Gift Store - Souvenir stores
Rammagerðin

Þjónusta í apóteki - Apótekarinn Helluhrauni
Apótekarinn

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Viðskiptastjóri
Pósturinn