
Eirvík ehf.
Eirvík ehf er sérverslun sem býður upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn. Vörumerkin okkar eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum.Helstu vörumerkin eru Miele, bulthaup, Liebherr, Häcker, Jura, Smeg , Elica og Magimix, en þau eru aðallega frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi.
Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum upp á vandaðar vörur og góða þjónustu. Hollusta okkar nær jafnt til viðskiptavina, starfsfólks, birgja, umhverfisins og samfélagsins sjálfs. Við trúum því að ábyrg viðskipti fáist með gagnkvæmri virðingu og grundvallist á góðum samskiptum. Kjörorð Eirvíkur eru: „Sérverslun með vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn“.
Sölufulltrúi - Helgarstarf í vetur
Eirvík leitar að öflugum einstaklingi í starf sölufulltrúa heimilstækja. Starf sölufulltrúa er fjölbreytt og felst í frábærri þjónustu og miðlun upplýsinga til viðskiptavina. Vöruúrval Eirvík er fjölbreytt og því krefst starfið góðrar þekkingar á vörum og þjónustu.
Um er að ræða helgarstarf í vetur með möguleika á sumarstarfi 2026.
Vinnutími er laugardagar frá 11:00 - 15:00.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öll almenn sölu- og þjónustustörf í Eirvík
- Afgreiðsla á vörum úr Progastro hluta sýningarsals
- Áfyllingar í verslun
- Tilfallandi lagerstörf eftir þörfum
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð færni á tölvur
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Jákvæður einstaklingur sem er góður í mannlegum samskiptum
- Góð skipulagsfærni og frumkvæði
- Eirvík er reyklaus vinnustaður
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Reyklaus
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölumaður í gjafavörudeild
Epal hf.

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Rafmagnaður söluráðgjafi
Vélar og verkfæri ehf.

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Sölu- og verkefnastjóri
VERDI Ferðaskrifstofa

Efnisveitan - sölumaður - eftirfylgni
EFNISVEITAN ehf.

Vestmannaeyjar: Deildarstjóri í timbursölu
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi í verslun - Hlutastarf/fullt starf
Mi búðin

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Heimilistæki ehf

Við leitum að liðsauka í útibúið okkar á Egilsstöðum
Arion banki