

Söludrifinn viðskiptastjóri
Straumur leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa í söludeild fyrirtækisins. Um er að ræða lykilhlutverk með áherslu á sölu og viðskiptastjórnun, þar sem viðkomandi mun einnig hafa áhrif á vöru- og viðskiptaþróun Straums.
-
Sala á færsluhirðingu og tengdum greiðslulausnum til fyrirtækja.
-
Umsjón og uppbygging viðskiptasambanda við nýja og núverandi viðskiptavini.
-
Ráðgjöf til viðskiptavina um verðlagningu, samningsuppbyggingu og tekjumódel.
-
Greining markaðstækifæra og þátttaka í mótun viðskiptastefnu.
-
Virk samvinna við vöru-, rekstrar- og tækniteymi um þróun lausna.
-
Reynsla af sölu á færsluhirðingu eða sambærilegum greiðslulausnum.
-
Þekking á verðlagningu færsluhirðingar og tekjumódelum í greiðslumiðlun.
-
Reynsla af sölu eða viðskiptastjórnun í fjármála- eða greiðsluþjónustu.
-
Þekking á POS- og netgreiðslulausnum eða tengdum kerfum er kostur.
-
Sterk samskipta- og samningahæfni.
-
Greiningarhæfni og skilningur á viðskiptaumhverfi fyrirtækja.
-
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og drifkraftur.
-
Menntun á sviði viðskipta, fjármála eða markaðsmála er kostur.
-
Færni í bæði íslensku og ensku.
Íslenska










