

Söludrifinn viðskiptastjóri
APRÓ leitar að drífandi einstaklingi sem hefur metnað fyrir nýjum viðskiptatækifærum og skýra sýn á hvernig tækni getur aukið virði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Við óskum eftir árangursdrifnum viðskiptastjóra sem vill taka þátt í að kynna og selja gervigreindarlausnir og aðrar vörur APRÓ til fyrirtækja og stofnana. Starfið er söludrifið þar sem mikilvægt er að sýna frumkvæði, sækja nýja viðskiptavini og byggja upp traust og árangursrík viðskiptasambönd.
Viðkomandi verður hluti af framsæknu teymi þar sem hugvit, nýsköpun og samvinna eru í forgrunni. Hlutverkið felst í að byggja upp og styrkja tengsl við viðskiptavini, greina þarfir þeirra og finna bestu lausnirnar úr vöru- og þjónustuframboði APRÓ.
Starfsheiti: Viðskiptastjóri
Næsti yfirmaður: Framkvæmdastjóri vöru- og viðskiptaþróunar
- Selja vörur og þjónustu APRÓ til nýrra og núverandi viðskiptavina
- Greina þarfir viðskiptavina og tengja við lausnir APRÓ
- Fylgja viðskiptatækifærum eftir frá fyrstu tengingu til samningsgerðar
- Búa til og uppfæra söluefni í samstarfi við markaðsteymi
- Taka þátt í viðburðum, fundum og kynningum á vörum og þjónustu
- Byggja upp og styrkja langtímasambönd við viðskiptavini
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Marktæk reynsla af sölu eða viðskiptaþróun, helst í B2B umhverfi eða tæknigeiranum
- Góð skilningur á viðskiptum og samskiptum við fyrirtæki
- Frábær samskiptahæfni, áhugi á tækni og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun og hæfni til að sjá heildarmyndina
- Geta til að vinna undir álagi og forgangsraða verkefnum
- Kaupréttaráætlun
- Sveigjanlegur vinnutími
- Árlegur heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Mötuneyti, drykkir og snarl á vinnustað
- Starfsmannafélag og reglulegir viðburðir
Íslenska
Enska










