Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Skrifstofustjóri - Geðheilsuteymi austur

Geðheilsuteymi austur leitar að skipulögðum og drífandi einstakling í starf skrifstofustjóra. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og lausnamiðaður með frábæra samskiptahæfni.

Við Geðheilsuteymi HH austur starfar fjölbreyttur þverfaglegur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á góða samvinnu fagstétta með hag skjólstæðingsins að leiðarljósi. Teymið vinnur eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Um er að ræða 100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi getið hafið störf 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir daglegum rekstri skrifstofu, móttöku skjólstæðinga og sér um símsvörun
  • Skipuleggur vinnufyrirkomulag og móttöku þannig að rekstur stöðvarinnar raskist ekki
  • Skipuleggur og heldur samráðsfundi fyrir móttökuna
  • Á í samskiptum við tilvísendur og aðrar stofnanir í samráði við svæðisstjóra
  • Kemur að móttöku nema og nýrra starfsmanna í samráði við svæðisstjóra 
  • Heldur utan um gæða- og öryggismál starfsstöðvar í samráði við svæðisstjóra, stuðlar að gæðaþróun og árangursmati í starfi stöðvar
  • Heldur utan um kerfisumsjón á starfstöð 
  • Fylgist með skráningu skjólstæðinga  
  • Ráðgjöf og þjónusta við starfsmenn og þjónustuþega
  • Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
  • Reynsla af verkstjórn æskileg
  • Reynsla af Sögukerfi æskileg
  • Reynsla af því að hafa unnið á heilsugæslu æskileg
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Þekking á exel og öðrum forritum skilyrði
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Góð almenn enskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Stórhöfði 23, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar