Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða

Óskað er eftir starfsmanni í 90% - 100% starf á íbúðakjarnanum að Hallgerðargötu 1A. Unnið er á dag- og kvöldvöktum sem og eina til tvær helgar í mánuði. Unnið er samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Á staðnum ríkir góður starfsandi, þar sem áhersla er lögð á gott vinnuumhverfi, heilsueflingu og sveigjanleika í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hvetur og styður íbúa til sjálfsstæðis og félagslegrar virkni með valdeflingu að leiðarljósi.

Leiðbeinir og aðstoðar íbúa við heimilishald, læknisheimsóknir og fleira.

Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda.

Þátttaka í teymisvinnu ásamt sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustunotendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

Góð almenn menntun.

Reynsla af starfi með einstaklingum með geðfötlun kostur.

Reynsla af umönnun kostur.

Þjónustulund, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

Íslenskukunnátta B1-2 (samkvæmt samevrópskum matsramma um tungumálaviðmið)

Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Fríðindi í starfi

Stytting vinnuvikunnar.

Heilsu – og samgöngustyrkur.

Matur innifalinn á vöktum.

Sundkort.

Menningarkort.

Auglýsing stofnuð10. júlí 2024
Umsóknarfrestur31. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar