
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Sérfræðingur í stjórnstöð
Viltu vakta og stýra hjá okkur?
Við leitum að framsýnum sérfræðingi til starfa í stjórnstöð okkar. Stjórnstöðin ber ábyrgð á vöktun mannvirkja, vatnsvega og búnaðar sem tilheyra aflstöðvum Landsvirkjunar. Sérfræðingur í stjórnstöð vinnur þétt með öflugu teymi á vatnsaflssviði að því að hámarka nýtingu og stýringu vatns í aflstöðvum fyrirtækisins.
Starfsstöð er í Reykjavík. Unnið er á sólarhringsvöktum.
Helstu verkefni:
- Dagleg vöktun og stýring aflstöðva
- Skipulagning vinnslu og nýtingu miðlana
- Þróun á nýju orkustjórnkerfi og tengdum kerfum
- Samskipti við rekstraraðila raforkukerfisins
- Þróun ferla sem tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins
- Þróun reiknilíkana fyrir þjálfun og greiningar
Hæfni:
- Menntun af véla- og eða rafmagnssviði, t.d. verk- eða tæknifræði, rafvirkjun, vélfræði, iðnfræði
- Samskiptafærni og jákvætt viðmót
- Áhugi á rekstri raforkukerfisins
- Reynsla úr orkugeira æskileg
- Sjálfstæði, skipulagsfærni og lausnamiðuð hugsun
Umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir reynslu, hæfni og hvað kveikir áhuga á starfinu.
Auglýsing birt3. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustumaður við kæli- og frystikerfi á Akureyri
Frost

Sérfræðingur á tæknideild á Suðursvæði
Vegagerðin

Orku- /iðntæknifræðingur
KAPP ehf

Field Service Specialist
JBT Marel

Vörustjóri
Bílaumboðið Askja

Vörustjóri netlausna á fyrirtækjamarkaði
Síminn

Sérfræðingur á vinnuverndarsviði
Vinnueftirlitið

Vélvirki / Starfsmaður á verkstæði
Hringrás Endurvinnsla

Vélgæslumaður – Eftirlit og viðhald búnaðar í fyrirtæki okkar á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Verkefnastjóri í vöruþróun
Kerecis

Framleiðsluverkfræðingur
Embla Medical | Össur

Tækifæri í teymi jarðtækni
EFLA hf