
Festi
Festi á og rekur fyrirtæki sem eru leiðandi hvert á sínum markaði; matvöru-, raftækja-, lyfja- og heilsuvöru-, eldsneytis-, raforkusölu- og þjónustustöðvamarkaði. Fasteigna- og vöruhúsarekstur og kaup og sala verðbréfa er einnig hluti af starfsemi samstæðunnar.
Móðurfélagið Festi á dótturfélögin Krónuna sem rekur samnefndar matvöruverslanir, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Lyfju sem starfrækir 45 apótek og útibú, Yrkir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

Sérfræðingur í innheimtu
Festi leitar að starfsmanni í afleysingar í innheimtu- og fjárstýringardeild. Um er að ræða afleysingu í eitt ár frá og með miðjum janúar 2026.
Helstu verkefni
- Dagleg innheimtustörf
- Þátttaka í umbótum og einföldun verkferla
- Samskipti við viðskiptamenn og þjónustuaðila
- Skýrslugerð og upplýsingagjöf
Hæfnis– og menntunarkröfur
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðmót
- Háskólanám í viðskiptafræði, lögfræði eða önnur sambærilegt menntun
- Starfsreynsla af svipuðum störfum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1.
Nánari upplýsingar veitir Andri Kristinsson, forstöðumaður innheimtu og fjárstýringar, [email protected].
Auglýsing birt27. október 2025
Umsóknarfrestur7. nóvember 2025
Tungumálahæfni
 Íslenska
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)
