
Coripharma ehf.
Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem þróar og framleiðir samheitalyf fyrir önnur lyfjafyrirtæki á erlendum mörkuðum.
Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það vaxið hratt og undirbýr nú útflutning á tugum lyfja. Í dag starfa um 220 manns hjá Coripharma. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Sérfræðingur í hráefnamælingum á gæðrannsóknadeild
Coripharma leitar af sérfræðingi inn á gæðarannsóknardeild. Við leitum að einstaklingi sem hefur gaman af vinnu á rannsóknarstofu og hefur getu til að vinna sjálfstætt sem og að skila af sér niðurstöðum í takt við tímalínur. Mikilvægt er að starfsmaðurinn passi inn í skemmtilegan hóp sem fyrir starfa við deildina.
Hráefnamælingar eru fjölbreyttar og viðkomandi þarf að geta tileinkað sér mismunandi mæliaðferðir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mælingar á hráefnum (til dæmis HPLC, GC og PSD, ásamt fleiri mælingum)
- Útreikningar og frágangur á rannsóknarniðurstöðum
- Kvarðanir og eftirlit á tækjabúnaði rannsóknarstofunnar
- Önnur almenn störf á rannsóknarstofunum
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. í raunvísindum
- Reynsla af HPLC, GC eða PSD mælingum (kostur)
- Reynsla af vinnu í GMP gæðakerfum (kostur)
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Getu til að tileinka sér nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Góða tölvukunnáttu
- Góð íslensku- og enskukunnáttu
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur11. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiNákvæmniSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurVinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)
