
GG Verk
GG Verk ehf. er framsækið byggingarfyrirtæki sem byggir á áratuga reynslu og sterkum grunni. Félagið var stofnað árið 2006 og eru eigendur þess þriðja kynslóð smiða.
Hlutverk GG Verk er að byggja vönduð mannvirki sem byggð eru innan tilskilins tímaramma - af framúrskarandi fagmennsku og umhyggju fyrir fólki. Fyrirtækið er með ISO gæðavottun og gildi þess eru fóki í fyrsta sæti, fyrirhyggja, áreiðanleiki og ábyrgð.
GG Verk er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem ríkir góður starfsandi og sterk liðsheild. Hjá fyrirtækinu starfa um 110 sérfræðingar í mannvirkjagerð, hver á sínu sviði.

Sérfræðingur í fjárstýringu
GG Verk leitar að sérfræðingi í fjárstýringu sem vill taka þátt í að móta og styrkja fjármálateymi hjá öflugu fyrirtæki í byggingariðnaði. Í þessu lykilhlutverki mun viðkomandi vinna náið með framkvæmdastjóra fjármála og reksturs og hafa áhrif á sjóðsstýringu, áætlanagerð og greiningar sem styðja við stefnumótun og framlegð fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjóðstreymisáætlanir, eftirfylgni og frávikagreining
- Dagleg sjóðsstýring og greiðslur sem gjaldkeri félagsins
- Greiningar á bókhalds- og verkefnagögnum
- Skýrslugerð á íslensku og ensku
- Aðstoð við reikningagerð og innkaupaáætlanir
- Geta leyst af í bókun reikninga og launavinnslu
- Nýta Power BI og gervigreind til að þróa gagnadrifna innsýn og sjálfvirkni
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða skyldu fagi
- Talnagleggni og greiningarfærni, reynsla af Excel og Power BI er kostur
- Mjög góð tölvufærni og áhugi á nýtingu gervigreindar
- Lausnamiðuð nálgun og skipulagshæfni
- Frumkvæði og góð samskiptafærni
- Hæfni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Turnahvarf 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Ráðgjafi – Stefnumótun og rekstrarráðgjöf
Deloitte

Bókari
Landsnet hf.

Sérfræðingur í birgðahaldi og innkaupaeftirliti
Krónan

Fjármála- og skrifstofustjóri
Rangárþing eystra

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games

Senior AI Engineer
CCP Games

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa

Senior Audio AI Scientist
Treble Technologies

Sérfræðingur í viðskiptaþróun
Síminn