

Sérfræðingur framkvæmda
Við leitum að skipulagðri og sjálfstæðri manneskju með framúrskarandi samskiptahæfni í starf sérfræðings framkvæmda. Hér þurfa umsækjendur að búa yfir sterkri öryggisvitund, góðu gagnalæsi, þjónustulund og hæfileikanum til að leiðbeina öðrum.
Sérfræðingur framkvæmda hefur ótrúlega mörg járn í eldinum og heldur utan um öll verkefni framkvæmda á landsvísu. Í þessu starfi þarf að taka þátt í skipulagi framkvæmdaflokka, vinna þétt með öryggisteymi Rarik og vera í stöðugu samband við fjölda aðila innan fyrirtækisins sem vinna við framkvæmdir. Hér er haldið utan um flæði mannafla milli framkvæmdaflokka, mannaflaþörf metin í samráði við verkstjóra og haldið utan um samninga við verktaka á okkar vegum.
Í þetta starf þurfum við fólk kann að skipuleggja verkefni svo allt gangi upp. Menntun í rafmagnsfræði er kostur en best er ef með fylgir önnur menntun sem nýtist í starfi. Við leitum að manneskju sem er tilbúin að vinna með öðrum og hefur getu og vilja til að stýra teymum. Hér viljum við sjá einhvern með gott hugmyndaflug sem getur unnið með okkur að breytingum og leitast við að tileinka sér alla nýjustu tækni sem nýst getur í starfi. Samskiptahæfni þarf að vera upp á 10 og talandi um tölur þá þarf hér mjög góða kerfis- og töluþekkingu. Kunnátta á DMM er góður kostur og þekking á raforkukerfinu einnig.
