
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Sérfræðingur á tæknideild á Suðursvæði
Vegagerðin auglýsir eftir öflugum einstaklingi til að sinna hönnun vega á Tæknideild Suðursvæðis. Starfið felst fyrst og fremst í hönnun vegamannvirkja, úrvinnslu mælinga, undirbúningi útboða og framkvæmda. Suðursvæði Vegagerðarinnar nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að botni Hvalfjarðar og upp á miðhálendi. Svæðismiðstöð Suðursvæðis er á Selfossi.
Tæknideild Suðursvæðis hefur m.a. umsjón með undirbúningi verka og aflar frumgagna, sinnir eftirliti og gerir áætlanir fyrir hin ýmsu verk. Starfstöð er á Selfossi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun vegamannvirkja, allt frá frumdrögum til verkhönnunar.
- Þátttaka í undirbúningi framkvæmda, gerð útboðsgagna o.fl.
- Uppgjör og magnreikningar.
- Úrvinnsla mælinga og gerð landlíkana.
- Samráð við hagsmunaaðila við undirbúning framkvæmda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Verk- eða tæknifræðimenntun, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og kunnátta í notkun teiknikerfa (Cad) er skilyrði.
Vegagerðin notar Microstation og Inroads. - Reynsla af ámóta störfum er kostur.
- Góð tölvukunnátta.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.
- Framúrskarandi samskiptafærni.
- Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku.
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur15. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Breiðamýri 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri uppbyggingar íþrótta- og skólamannvirkja
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sérfræðingur á fjármálasviði Eimskips
Eimskip

Orku- /iðntæknifræðingur
KAPP ehf

Leiðtogi starfsstöðva COWI á Austurlandi
COWI

Framleiðsluverkfræðingur
Embla Medical | Össur

Byggingarverk- eða tæknifræðingur í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri í mannvirkjagerð
LNS Íslandi ehf.

Verkefnastjóri - Ofanflóðavarnir
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Tækifæri í teymi jarðtækni
EFLA hf

Sérfræðingur í rekstri orkustjórnunarkerfis
Landsnet

Fyrirliði samhæfingarstjórnstöðvar
Landsnet

Improvement Specialist w. emphasis on AI (icel. umbótasérfræðingur)
Travel Connect