
Listasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur hýsir þrjú megin söfn í þremur sýningarhúsum; safn Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni, safn Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum og safn verka Erró í Hafnarhúsi. Safnið skal einnig safna, skrá, varðveita og sýna eins fullkomið safn íslenskrar myndlistar sem unnt er; rannsaka og sinna fræðslu um myndlist m.a. með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögn, útgáfustarfsemi og útlánum verka. Þannig stuðli safnið að því að borgarbúum og öðrum gestum safnsins sé gert kleift að fylgjast með helstu straumum og stefnum í myndlist innanlands og á alþjóðavettvangi.
Listasafn Reykjavíkur hefur jafnframt umsjón með myndverkum á almannafæri í eigu borgarinnar.
Listasafn Reykjavíkur starfar samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar, siðareglum ICOM - Alþjóðaráðs safna, safnalögum nr. 141/2011, og lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa nr. 57/2011.
Sjá nánar um hlutverk og starfsemi á vefsíðu safnsins http://www.listasafnreykjavikur.is.
Safnstjóri
Reykjavíkurborg auglýsir starf safnstjóra Listasafns Reykjavikur á Menningar- og íþróttasviði laust til umsóknar. Leitað er að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga með skýra sýn og skilning á hlutverki og mikilvægi listasafna í fjölbreyttu og krefjandi vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri miðlun á vegum safnsins.
- Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Reykjavíkur.
- Yfirstjórn varðveislu, rannsókna og aðfanga í safneign.
- Ábyrgð á stjórnun, áætlanagerð, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið heyra fjármál, mannauðsmál og framkvæmd ákvarðana menningar- og íþróttaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu snúa.
- Safnstjóri mótar og skipuleggur þjónustu safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Háskólanám á framhaldsstigi er kostur.
- Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist.
- Góð þekking á starfsemi listasafna.
- Reynsla af alþjóðlegri samvinnu á vettvangi myndlistar.
- Skýr framtíðarsýn á starfsemi safnsins.
- Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum.
- Framúrskarandi leiðtogafærni og farsæl stjórnunarreynsla.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Mikil hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
- Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur.
Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur12. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Framkvæmdastjóri
Brynja leigufélag

Sýningarstjóri – Sýning um Ferðabók Eggerts og Bjarna í Ness
Verkefnisstjórn átaksverkefnis um eflingu dansk-íslensks vísindasamstarfs

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Skrifstofustjóri / Bókari
Hringiðan Internetþjónusta

Skrifstofustjóri
HH hús

Tungumálakennari
Landspítali

Staff and Quality Manager - Fjallsárlón
Fjallsárlón ehf.