Listasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur

Safnstjóri

Reykjavíkurborg auglýsir starf safnstjóra Listasafns Reykjavikur á Menningar- og íþróttasviði laust til umsóknar. Leitað er að skapandi og metnaðarfullum leiðtoga með skýra sýn og skilning á hlutverki og mikilvægi listasafna í fjölbreyttu og krefjandi vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri miðlun á vegum safnsins.
  • Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Reykjavíkur.
  • Yfirstjórn varðveislu, rannsókna og aðfanga í safneign.
  • Ábyrgð á stjórnun, áætlanagerð, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið heyra fjármál,  mannauðsmál og framkvæmd ákvarðana menningar- og íþróttaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu snúa. 
  • Safnstjóri mótar og skipuleggur þjónustu safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Háskólanám á framhaldsstigi er kostur.
  • Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist.
  • Góð þekking á starfsemi listasafna.
  • Reynsla af alþjóðlegri samvinnu á vettvangi myndlistar.
  • Skýr framtíðarsýn á starfsemi safnsins.
  • Þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum.
  • Framúrskarandi leiðtogafærni og farsæl stjórnunarreynsla.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Mikil hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur.
Auglýsing birt23. maí 2025
Umsóknarfrestur12. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Tryggvagata 17, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar