

Quality Inspection | Gæðaskoðun
Við óskum eftir að ráða öfluga manneskju í gæðaskoðun sem tilheyrir framleiðsludeild Össurar. Viðkomandi mun sinna mælingum og prófunum á hráefni og íhlutum fyrir framleiðslu, ásamt því að aðstoða og leysa af við kvörðun mælibúnaðar. Lögð er mikil áhersla á hátt þjónustustig og vönduð og nákvæm vinnubrögð.
-
Móttökuskoðun, framkvæmd gæðamælinga á íhlutum og hráefni og viðhljótandi skráning.
-
Aðstoð og afleysingar við kvörðun mælibúnaðar.
-
Önnur tilfallandi verkefni.
-
Nákvæmni, þjónustulund og útsjónarsemi
-
Reynsla í notkun mælibúnaðar og mælingum
-
Góð enskukunnátta
-
Þekking á Word og Excel kostur
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Hæfni í mannlegum samskiptum
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
-
Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat
-
Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
- Starfsþróun
-
Öflugt félagslíf
- Sveigjanleiki

