

Öryggisvörður á Akranesi í kvöld- og helgarvinnu
Viltu taka að þér hlutastarf sem öryggisvörður?
Öryggismiðstöðin óskar eftir öflugum og ábyrgum einstaklingum í hlutastarf öryggisvarða á Akranesi. Starfið hentar vel þeim sem eru í námi eða með aðra vinnu og vilja bæta við sig verkefnum um kvöld og helgar.
Verkefnið er á starfsstöð á Akranesi og óskum við því eftir umsóknum frá heimamönnum til að starfa á lifandi vinnustað þar sem öryggi og fagmennska eru í forgrunni. Um er að ræða framtíðarstarf.
Helstu verkefni:
- Reglulegt eftirlit með aðstöðu og umhverfi
- Aðgangsstjórnun að viðkvæmum svæðum
- Viðbrögð við neyðartilvikum og óvæntum atburðum
- Fagleg samskipti og þjónusta við gesti og samstarfsfólk
- Skráning atvika og viðbragða samkvæmt verklagi
Við leitum að einstaklingum sem:
- Geta unnið sjálfstætt og sýna frumkvæði
- Hafa góða samskiptahæfni og faglega framkomu
- Hafa reynslu úr öryggisgæslu eða vilja afla sér slíkrar reynslu
Hæfniskröfur:
- Gild ökuréttindi
- Hrein sakaskrá
- Góð enskukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 29. september 2025.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Starfsmenn þurfa að skila inn sakavottorði og lágmarksaldur er 20 ára. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.
Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis-og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á [email protected]

