Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Mannauðsstjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir mannauðsstjóra!

Við leitum að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að leiða uppbyggingu og þróun mannauðsmála í sveitarfélaginu í samstarfi við stjórnendur. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á faglegri stjórnun mannauðsmála, launavinnslu og tengdra ferla með það að markmiði að tryggja skilvirkni, jafnræði, fagmennsku og góða þjónustu við stjórnendur og starfsfólk.

Um er að ræða 100% starf og er um staðbundið starf í Hornafirði að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. júní 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mannauðsstjóri er deildarstjóri mannauðs- og launadeildar sveitarfélagsins
  • Stjórnun og fagleg forysta mannauðs- og launadeildar og fer það með mannaforð og ber ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar
  • Ábyrgð á umsjón og eftirfylgni mannauðs- og launamála sveitarfélagsins
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í mannauðsmálum
  • Umsjón með stjórnenda- og starfsmannahandbók sveitarfélagsins, verkferlum og reglum sem falla undir málaflokkinn
  • Umsjón og utanumhald með innri vef starfsfólks
  • Umsjón með upplýsingagjöf til starfsfólks og stjórnenda varðandi mannauðs- og launamál
Menntunar- og hæfniskröfur

Mannauðsstjóri skal sýna lipurð í mannlegum samskiptum, vera þjónustulundaður og liðlegur. Hann þarf að búa yfir festu og hafa góða skipulagshæfileika.

  • Háskólapróf í mannauðsmálum eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfinu er skilyrði
  • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er æskileg
  • Góð þekking á vinnurétti, kjarasamningum og stjórnsýslu er æskileg
  • Þekking og reynsla af gæðamálum, greiningu og gerð verkferla er æskileg
  • Reynsla af stefnumótun og áætlunargerð á sviði mannauðsmála er kostur
  • Mjög góð almenn tölvufærni
  • Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
  • Sjálfstæði, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Hæfni til að vinna undir álagi og takast á við flókin mál á faglegan hátt
Auglýsing birt29. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar