Matvælastofnun
Matvælastofnun

Mannauðsstjóri

Matvælastofnun óskar eftir að ráða framsækinn og metnaðarfullan einstakling í starf mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri leiðir áframhaldandi uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við stjórnendur. Viðkomandi yrði hluti af mannauðsteymi ásamt launa- og mannauðsfulltrúa. Höfuðstöðvar Matvælastofnunar eru á Selfossi og staðsetning starfs er því þar, þó með möguleika á að skipta upp staðsetningunni til helminga á Selfossi og starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík. Starfið tilheyrir rekstrarsviði og er næsti yfirmaður sviðsstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun og framkvæmd stefnu í mannauðsmálum í samræmi við markmið stofnunarinnar
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur í mannauðstengdum málum
  • Mat á mannaflaþörf, umsjón með ráðningum, móttöku og þjálfun nýliða, tilfærslum í starfi og starfslokum
  • Yfirumsjón með kjaramálum, launastefnu og starfsreglum
  • Innleiðing stafrænnar þróunar í mannauðsmálum og nýting gagna til greininga og ákvarðanatöku
  • Umsjón með ferlum mannauðsmála, þróun, eftirfylgni og umbótum
  • Ábyrgð á starfsþróun og fræðslu sem og málefnum tengdum öryggis- og vinnuvernd
  • Vinnustaðagreiningar, þátttaka í viðburðastjórnun og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði mannauðsstjórnunar, sálfræði eða stjórnunar
  • Reynsla af mannauðsstjórnun og stefnumótunarvinnu
  • Þekking á kjarasamningum og vinnurétti er kostur
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfni, yfirsýn og árangursmiðað viðhorf
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og færni í að byggja upp traust og jákvæð samskipti
  • Greiningarhæfni og skipulagsfærni
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti


Um Matvælastofnun:
Matvælastofnun er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda, dýra og plantna. Megináhersla er lögð á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag.
Við stöndum vörð um heilsu manna, dýra og plantna og aukum þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar.
Til að rækta hlutverk okkar er áhersla lögð á við búum yfir bestu þekkingu á matvælaöryggi, heilbrigði og velferð dýra ásamt því að ástunda traust, vandað og áhættumiðað eftirlit. Starfsfólk Matvælastofnunar vinnur í anda gilda stofnunarinnar um fagmennsku, gagnsæi og traust.

Umsóknarfrestur er til og með 13. maí 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) og Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur13. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 64, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar