
Isavia Innanlandsflugvellir
Isavia Innanlandsflugvellir er dótturfyrirtæki Isavia ohf. Hlutverk félagsins er að reka alla áætlunarflugvelli á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar auk fjölda lendingarstaða. Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt. Við sinnum almennri flugvallarþjónustu, flugumferðarþjónustu, flugvernd, umsjón með verklegum framkvæmdum auk öryggis- og gæðamála.
Hjá fyrirtækinu vinnur samhentur hópur sem hefur það að markmiði að halda Íslandi á lofti og vera hluti af góðu ferðalagi.

Mannauðs- og þjálfunarstjóri
Við hjá Isavia Innanlandsflugvöllum erum að leita að reyndum, metnaðafullum og árangursdrifnum einstaklingi til að sinna daglegri umsjón á mannauðs- og þjálfunarmálum hjá okkur. Um er að ræða nýja stöðu sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra og eru tækifæri til að hafa áhrif á að móta starfið. Helstu verkefni snúa að skipulagningu og framkvæmd mannauðs- og þjálfunarmála innan Isavia Innanlandsflugvalla. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í líflegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita stjórnendum ráðgjöf í mannauðsmálum og starfsþróun
- Vinna að verkefnum tengd vellíðan starfsfólks, jafnrétti, vinnuvernd og öryggismenningu
- Mæla árangur og setja fram umbótatillögur á sviði mannauðs og þjálfunar
- Greina þjálfunar- og þróunarþarfir í samstarfi við Isaviaskólann, stjórnendur og starfsfólk
- Skipuleggja, samhæfa og fylgja eftir innri og ytri fræðslu og þjálfun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði mannauðsmála, sálfræði, viðskiptafræði eða öðrum tengdum greinum. Framhaldsmenntun er æskileg.
- Góð reynsla af mannauðsmálum er skilyrði
- Frumkvæði, fagmennska og skipulagshæfni
- Framsýni og umbótahugsun
- Lipurð í samskiptum
- Íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar

