
Landssamtök lífeyrissjóða
Landssamtök lífeyrissjóða eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Helsta hlutverk samtakanna er að gæta í hvívetna hagsmuna sjóðfélaga og vera málsvari gagnvart stjórnvöldum og öðrum í öllu sem varðað getur sameiginlega hagsmuni aðildarsjóðanna.

Lögfræðingur
Landssamtök lífeyrissjóða leita að öflugum og reynslumiklum lögfræðingi. Starfið felur í sér ábyrgð á lögfræðilegum málefnum samtakanna og heyrir undir framkvæmdastjóra.
Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt hlutverk fyrir aðila með sterka yfirsýn og fagmennsku að leiðarljósi, sem getur tryggt trausta umgjörð um lagaleg verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fer með yfirumsjón lögfræðilegra málefna og tryggir faglega framkvæmd
- Stuðningur við nefndarstörf s.s. með undirbúningi funda og ritun fundagerða
- Verkefnastjórn sbr. stuðningur við fastanefndir
- Ritun umsagna við frumvörp o.fl.
- Stuðningur við samskipta- og fræðsluhlutverk samtakanna
- Veitir stjórn og undirnefndum ráðgjöf í tengslum við stjórnarhætti og lagalegar skyldur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
- Að lágmarki 5 ára starfsreynsla af sambærilegu starfi eða lögfræðistörfum á sviði lífeyrismála og/eða fjármálamarkaði
- Góð greiningar- og ályktunarhæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt og undir álagi
- Góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu og ráðgjöf til stjórnenda
- Geta til að vinna sjálfstætt
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur9. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Við leitum að kraftmiklum lögfræðingi
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Laust embætti skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu
Dómsmálaráðuneytið

Við leitum að metnaðarfullum lögfræðingi
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu

Lögfræðingur
Fjarskiptastofa

Aðstoðarsaksóknari við embætti ríkissaksóknara
Ríkissaksóknari

Lögmaður hjá borgarlögmanni - tímabundið til eins árs
Embætti borgarlögmanns

Legal Counsel
Rapyd Europe hf.