Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK
Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK
Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK

Leikskólakennari óskast í frábæran skóla

Við óskum eftir að ráða áhugasaman og drífandi kennara til starfa í leikskólanum Vinagarði sem er sjálfstætt starfandi leikskóli rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi. Við leitum að einstaklingi sem hefur ánægju af samskiptum við aðra, býr yfir hugmyndaauðgi, ásamt metnaði til að hlúa að skapandi og uppbyggilegu umhverfi fyrir börn í anda stefnu leikskólans.

Við vinnum mikið með náttúruna og útinám, vináttu og tengsl. Í skólanum er frábær hópur kennara og reyndra leiðbeinenda. Við leysum að hluta til af styttingu vinnuvikunnar og hjá okkur eru færri börn á deildum en í sambærilegum leikskólum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun, leyfisbréf til kennslu í leikskóla
  • Önnur uppeldismenntun ef ekki fæst kennari til starfa
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Lipur og árangursrík samskipti og samstarfshæfni
  • Hugmyndaauðgi, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Reglusemi og heiðarleiki
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Leikskólinn er lokaður milli jóla og nýárs
  • Stytting vinnuviku er 4 klst. á viku
  • Máltíðir yfir daginn
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtavegur 28, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar