Leikskólinn Kvistaborg
Leikskólinn Kvistaborg
Leikskólinn Kvistaborg

Leikskólakennari, Leiðbeinandi, Kvistaborg

Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra háskólamenntun eða reynslu af starfi með börnum í leikskóla óskast til starfa við leikskólann Kvistaborg, Kvistalandi 26, 108 Reykjavík. Við höfum aðgang að fallegustu útvivistarsvæðum borgarinnar, Nauthólsvík, Elliðaárdalinn ásamt, að ógleymdum Fossvogsdalnum með öll sín ævintýri.

Kvistaborg er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur neðst í Fossvogsdalnum. Einkunnarorð Kvistaborgar eru: hugrekki, hlýja, hlustun og hvatning.

Við leggjum áherslu á endurmenntun starfsmanna. Meðal verkefna sem við vinnum reglulega að eru Vináttuverkefni Barnaheilla, Lubbi, Leikur að læra, útinám, hreyfing og Biophilia. Útivera leikur stóran þátt í okkar daglega starfi.

Við erum mjög áhugasöm um tónlist og ef umsækjandi spilar á hljóðfæri þá fellur það vel að okkar starfi.

Við erum heilsueflandi leikskóli, og erum svo heppin að hafa matráð og eldhús sem vinnur allt frá grunni.

Hafir þú áhuga á að vinna með skemmtilegu fólki sem vinnur vel saman í góðum starfsanda, yndislegum börnum í sterku og góðu foreldrasamfélagi þá er Kvistaborg staður fyrir þig.

Starfið er laust frá 12. ágúst eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða önnur háskólamenntun æskileg.
 • Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði í bæði töluðu og rituðu máli -Stig B2 skv. samevrópsaka tungumálarammanum
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum og rík þjónustulund
 • Frumkvæði og metnaður í starfi
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
 • Stytting vinnuviku - 36 st. vinnuvika miðað við 100% starf
 • Sund- og menningarkort
 • Heilsuræktarstyrkur
 • Samgöngustyrkur
 • Hádegismatur
Auglýsing stofnuð5. júlí 2024
Umsóknarfrestur21. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kvistaland 26, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennari
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar