
Skrifstofa Alþingis
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið og þingmenn geti sinnt hlutverkum sínum samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Meginverkefni skrifstofunnar eru að vera forseta til aðstoðar, framfylgja ákvörðunum hans og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum. Enn fremur að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu, að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu og að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.

Laus störf í öryggis- og þjónustudeild hjá skrifstofu Alþingis
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum í teymi þingvarða. Gert er ráð fyrir að ráða í allt að fjórar stöður. Unnið er á dag- og kvöldvöktum alla daga vikunnar. Starfið felur meðal annars í sér öryggisgæslu, þjónustu við þingmenn og starfsfólk ásamt móttöku gesta. Þingverðir taka þátt í teymisvinnu þvert á starfseiningar og í því felst frábært tækifæri til að taka þátt í líflegu og skemmtilegu starfsumhverfi þingsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öryggisgæsla og aðgangsstýring
- Þjónusta fyrir þing- og nefndafundi
- Aðstoð fyrir þingmenn og starfsfólk
- Eftirlit með húsnæði þingsins
- Þátttaka í útsendingateymi
- Önnur verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf, iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Marktæk starfsreynsla sem nýtist í starfi
- Rík öryggisvitund, frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
- Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta
- Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Góð íslenskukunnátta, önnur tungumálakunnátta kostur
- Aukin ökuréttindi eru kostur
Auglýsing birt22. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kirkjustræti 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVaktaskipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)