Einingaverksmiðjan
Einingaverksmiðjan
 Einingaverksmiðjan

Lagerumsjón og innkaup

Einingaverksmiðjan óskar eftir að ráða öflugan einstakling í lagerumsjón, vörumóttöku og Innkaup. Um er að ræða spennandi starf þar sem viðkomandi fær tækifæri til að koma að framtíðarmótun lagers og vörumóttöku hjá fyrirtækinu.

Einingaverksmiðjan sérhæfir sig í og framleiðir forsteyptar lausnir fyrir breiðan hóp viðskiptavina og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og áratuga verkkunnáttu. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innkaup á vörum/hráefnum fyrir starfsemina og samþykkt reikninga
  • Umsjón og skipulag á lager 
  • Vörumóttaka og frágangur á vörum
  • Halda lager snyrtilegum og aðgengilegum
  • Birgða og eignaskráningar
  • Útdeiling og skráning á verkfærum og vörum til starfsmanna  
  • Sækja vörur 2-3 sinnum í viku á vinnubíl  
  • Almenn lagerstörf
  • Önnur störf sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð reynsla af innkaupum og vörumóttöku
  • Reynsla af birgða- eignaskráningum kostur
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og mjög góð samskiptafærni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Reynsla af DK bókhaldskerfi kostur 
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Geta og færni til að vinna undir álagi
Auglýsing birt10. júlí 2024
Umsóknarfrestur29. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Koparhella 5
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar