
Lágafellsskóli
Lágafellsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10.bekk. Nemendafjöldi er um 580.
Unnið er í anda uppbyggingarstefnunnar þar sem meigináhersla er lögð á að byggja upp sjálfstraust og sjálfsstjórn nemenda ásamt því að leiðbeina nemandanum til að verða sá sem hann vill verða.
Að kennslu lokinni gefst nemendum 1.-4. bekkjar kostur á lengdri viðveru í Frístund sem starfrækt er innan skólans. Frístund Lágafellsskóla er mjög vel sótt og eru þar um 160 nemendur við leik og skipulagða klúbbastarfsemi daglega.
Lágafellsskóli stendur við Lækjarhlíð 1 Mosfellsbæ. Bólið, félagsmiðstöð nemenda í 5.-10.bekk stendur á lóð skólans.
Skólinn samanstendur af öflugu starfsfólki sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Fjöldi starfsmanna er um 100.

Lágafellsskóli - umsjónarkennari
Lágafellsskóli leitar að áhugasömum umsjónarkennara í 9.bekk
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31.07.2026 í 90% starfshlutfalli við umsjónarkennslu í 9.bekk. Mikilvægt er að geta hafið störf sem allra fyrst. Um er að ræða kennslu í flestum bóklegum námsgreinum 9.bekkjar.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara með áherslu á grunnskóla
- Góð íslenskukunnátta
- Vilji og hæfni til teymisvinnu með öðrum kennurum
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
- Áhugi á starfsþróun og nýjum fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur11. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lækjarhlíð 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður Íþróttafélagsins Aspar
Íþróttafélagið Ösp

Deildarstjóri stoðþjónustu - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari á yngsta stig - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Lausar stöður leikskólakennara
Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ

Við leitum að dásamlegum kennara og/eða leiðbeinanda
Regnboginn

Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar

Sérfræðingur Frístundaheimilisins Bifrastar við Vallaskóla á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu

Umsjónarkennari á yngsta stigi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli